Steinsögun
Við erum með margar gerðir af sögum og eru verkefnin fjölbreytt. Við búum yfir margra ára reynslu af fjölbreytilegum verkefnum tengdum steinsögum. Gildir einu hvort þú þarft að taka fyrir nýjum glugga eða hurðargati, breikka glugga eða hurðargat – eða fjarlægja veggi, gólf eða svalir. Við sögum fyrir þig óháð steypugerð og þykkt.