Ertu með verkefni sem þig vantar aðstoð við?
Steinsögun
Við erum með margar gerðir af sögum og eru verkefnin fjölbreytt. Við búum yfir margra ára reynslu af fjölbreytilegum verkefnum. Gildir einu hvort þú þarft að taka fyrir nýjum glugga eða hurðargati, breikka glugga eða hurðargat – eða fjarlægja veggi, gólf eða svalir. Við sögum fyrir þig óháð steypugerð og þykkt.
Steinslípun
Hjá okkur starfa reyndir starfsmenn sem vinna verkin fljótt og vel.
Stærstur hluti steinslípunar er slípun á nýbyggingum, bæði loft og veggir, en einnig er alltaf eitthvað um að slípa þurfi í eldri húsum vegna breytinga eða annars. Við höfum slípað hraunaða, steinaða og málaða veggi, ásamt því að talsvert er um að slípa niður flísalím og ýmislegt annað.
Múrbrot
Við eum vel búnir í múrbroti, gildir einu hvort verkið er stórt eða smátt. Eigun mikið af nýjum tækjum og magrgra ára reynslu í vinnu í mismunandi aðstæðum á Íslandi.
Kjarnaborun
Við hjá Litla kletti erum vel tækjum búnir fyrir kjarnaborun. Við getum borað í loft, veggi og gólf óháð steypugerð og þykkt.
Önnur Verkefni
Síðustu ár hefur LK tekið að sér rifverkefni á léttum veggjum, loftum, gólfum úr timbri, gifs, vikri og asbesti. Við kunnum að fjarlægja asbest þannig að það sé hvorki skaðlegt okkur, sem verkið vinnum, né notendum húsnæðisins. Til að geta verið í fremstu röð í okkar fagi þá höfum við fjárfest mikið í nýjum og góðum tækjum. Við hjá Litla Kletti erum stoltir af því að í gegnum tíðina hefur myndast hefð fyrir því að til okkar sé leitað með margs konar verkefni.Mottóið okkar er að það eru engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna. Við erum vanir að bretta upp ermarnar og erum ekki hræddir við að skitna út á höndunum.
Fáðu tilboð í dag!
Fáðu tilboð í verk jafnt stór sem smá! Sendu okkur línu í dag!